Skip to content

Hvernig notar þú mælaborðið?

Smelltu á flipana efst í mælaborðinu til að sjá gögn fyrir allt landið eða staka landshluta

Íslandskortið sýnir gögn um landið sem heild þegar smellt er á flipana efst í mælaborðinu. Í hverjum flipa má svo velja að sjá gögn um hvern landshluta fyrir sig og samanburð milli landshluta. 

Smelltu á sveitarfélagahnappinn til að sjá gögn um sveitarfélögin sem tilheyra völdum landshluta

Undir sveitarfélagahnappinum má velja að sjá gögn um stök sveitarfélög og skoða samanburð milli sveitarfélaga í viðkomandi landshluta. Veldu landshlutann sem þú vilt skoða úr fellilistanum til vinstri á Íslandskortinu.

Settu músina yfir gröf og gagnapunkta til að fá meiri upplýsingar og sjá samanburðargröf

Þegar músin er færð yfir gagnapunkta í gröfunum í mælaborðinu birtast útskýringar á viðkomandi gögnum eða samanburðargröf milli landshluta og sveitarfélaga í hverjum landshluta.

Gögnum um ferðaþjónustu er ábótavant á ýmsan hátt – verulegs átaks er þörf til að breyta því

Sums staðar í mælaborðinu muntu rekast á að gögn vantar. Ýmsar ástæður eru fyrir því, t.d. að gögnum er ekki safnað, þau ekki birt á aðgengilegan hátt eða að þau eru of ófullkomin til að hægt sé að birta þau og nýta. Mikilvægt er að gerð verði verulegt átak í gagnaöflun og birtingu gagna um ferðaþjónustu. Smelltu hér til að kynna þér heimildir og forsendur þeirra gagna sem eru birt í mælaborðinu og skýringar á því hvers vegna sum gögn vantar.

Ertu með ábendingu um hvernig má bæta mælaborðið? Sendu okkur línu á saf@saf.is 

 

Mælaborðið er unnið í samstarfi við Expectus.