Heimildir og forsendur
Hvaðan koma gögnin og hvernig eru þau notuð?
Farþegar um Keflavíkurflugvöll
Gögn fengin frá Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands:
Talning frá Ferðamálastofu. Farþegar sem fara í gegnum öryggisleit á Keflavíkurflugvelli, Þ.m.t. erlendir ríkisborgarar sem búsettir eru á Íslandi, erlent vinnuafl sem fer frá landinu og farþegar sem fara í gegnum öryggisleit við millilendingu.
- Sjá hlekk: https://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Atvinnuvegir/Atvinnuvegir__ferdathjonusta__farthegar__1_farthegar/SAM02001.px
Helstu niðurstöður ferðaþjónustureikninga
- Gögn fengin frá Hagstofu Íslands:
Einkennandi atvinnugreinar í ferðaþjónustu eru þær atvinnugreinar sem framleiða vöru eða þjónustu beintengda ferðaþjónustu. Einkennandi atvinnugreinar í ferðaþjónustu eru flokkaðar í Íslensku atvinnugreinaflokkuninni (ÍSAT 2008) í fyrirtækjaskrá. Sú flokkun er byggð á flokkun Eurostat á einkennandi greinum ferðaþjónustunnar.
Ferðaþjónustuhlutfall er hlutfall neyslu í innlendri ferðaþjónustu af heildarframboði í hagkerfinu.
Landsframleiðslan er ein af lykilstærðunum í þjóðhagsreikningum. Þegar rætt er um hagvöxt er átt við magnbreytingu landsframleiðslunnar. Samkvæmt framleiðsluuppgjöri er landsframleiðsla vinnsluvirði að viðbættum sköttum á framleiðslu og innflutning en að frádregnum framleiðslustyrkjum.
Fjöldi vinnustunda táknar samanlagðar allar þær klukkustundir sem launamenn og sjálfstætt starfandi einstaklingar sinna vinnu yfir allt tímabilið þar sem afraksturinn fellur innan marka fyrir framleiðslu.
Sjá hlekk : http://hagstofan.s3.amazonaws.com/media/public/2021/9302be96-717a-404e-9d9e-a5067cb0257e.pdf
Neysla ferðamanna á Íslandi
- Gögn fengin frá Hagstofu Íslands:
Neysla ferðamanna af vörum og þjónustu eru útgjöld ferðamanna. Skilgreiningin á neyslu ferðamanna samkvæmt aðferðafræði ferðaþjónustureikninga er önnur en samkvæmt aðferðafræði ráðstöfunaruppgjörs þjóðhagsreikninga. Í skilningi ferðaþjónustureikninga eru meðtalin bein útgjöld einkafyrirtækja, félagasamtaka og opinberra aðila vegna atvinnutengdra ferða sem í hefðbundnu uppgjöri þjóðhagsreikninga teljast til aðfanga framleiðenda en ekki til einkaneyslu heimila. Önnur útgjöld slíkra ferðamanna, t.d. kaup þeirra á vörum til einkanota og önnur útgjöld sem ekki eru greidd beint af þeirra atvinnurekendum, eru talin til einkaneyslu óháð því hvort atvinnurekandi greiðir fyrir þau útgjöld með óbeinum hætti, t.d. með greiðslu fastra dagpeninga. Slíkar greiðslur eru skilgreindar sem hluti af útlögðum launakostnaði atvinnurekenda og þar með talin með í einkaneyslu þjóðhagsreikninga sem og í neyslu ferðamanna samkvæmt ferðaþjónustureikningum. Þá er neysla innferðamanna á flugferðum til landsins með íslenskum flugfélögum hluti af heildarneyslu erlendra ferðamanna hér á landi í skilningi ferðaþjónustureikninga en í skilningi þjóðhagsreikninga eru flugferðir skilgreindar sem neysla í heimaríki viðkomandi ferðamanna. Neysla samkvæmt ferðaþjónustureikningum er flokkuð og birt eftir atvinnugreinaflokkun en einkaneysla þjóðhagsreikninga samkvæmt neysluflokkum.
Atvinnutekjur, staðgreiðsluskyldar launagreiðslur
- Gögn fengin frá Hagstofu Íslands:
Upphæð staðgreiðsluskyldra launagreiðslna er í íslenskum krónum (milljónir króna) og á verðlagi hvers mánaðar. Þær innihalda einungis þær launagreiðslur til launafólks sem falla undir staðgreiðslu en það eru stærsti hluti launatekna vegna atvinnu sem greiddar eru mánaðarlega til launafólks. Um er að ræða hvers konar endurgjald fyrir vinnu, laun og aðrar starfstengdar greiðslur eins og ökutækjastyrkir, hlunnindi, desember- og orlofsuppbót, eingreiðslur, flutningspeningar, ferðapeningar, dagpeningar – aðrar en þær sem heimilt er að halda utan staðgreiðslu samkvæmt reglugerð þar um. Fjármagnstekjur eru ekki hluti talnaefnis né tekjur einyrkja með rekstur á eigin kennitölu sem greiða sjálfum sér reiknað endurgjald. Einnig launagreiðslur til einstaklinga sem eru ekki gefnar upp til skatts.
Fjöldi einstaklinga: Fjöldi einstaklinga sem fær greidd staðgreiðsluskyld laun er talning á hverjum þeim sem fær greidd staðgreiðsluskyld laun frá launagreiðanda. Í tilfelli launagreiðslna er ekki gerður greinamunur á því hvort viðkomandi sé í fullu starfi eða hlutastarfi og ekkert lágmarksviðmið er á launagreiðslum. Í einhverjum tilfellum getur launaupphæð verið mjög lág. Hver einstaklingur sem fær launagreiðslur telst einu sinni óháð launaupphæð. Athugið að birtar atvinnugreinar geta skarast og þar af leiðir að ef allir flokkar eru lagðir saman fæst ekki sama niðurstaða og heildartala. Þeir einstaklingar sem fá greidd laun hjá fleiri en einum launagreiðanda í ólíkum birtum atvinnugreinaflokkum teljast í báðum flokkum en heildartala (alls) telur hvern móttakanda launagreiðslu einungis einu sinni.
Fjöldi launagreiðenda: Fjöldi launagreiðenda sem greiða staðgreiðsluskyld laun eru allir aðilar sem skila sundurliðun launagreiðslna fyrir a.m.k. einn móttakanda launa til Skattsins. Talning launagreiðenda byggist á auðkenni lögaðila sem tengist kennitölu hans. Hver kennitala lögaðila telst því sem einn greiðandi. Athugið að birtar atvinnugreinar geta skarast og þar af leiðir að ef allir flokkar eru lagðir saman fæst ekki sama niðurstaða og heildartala. Heildartala (alls) telur hvern launagreiðanda einungis einu sinni.
Sjá hlekk : https://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Samfelag/Samfelag__launogtekjur__3_tekjur__0_stadgreidsla/TEK02004.px
Sjá hlekk : http://hagstofan.s3.amazonaws.com/media/public/2022/8d7116be-1fa5-44e6-9589-b1e64ea632dd.pdf
Áætlaðar skatttekjur sveitarfélaga af ferðaþjónustu:
- Gögn fengin frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Þjóðskrá:
- Um tekjustofna sveitarfélaga gilda ákvæði laga nr. 4/1995, tekjustofnalögin. Samkvæmt þeim eru tekjustofnar sveitarfélaga útsvar, fasteignaskattur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þá innheimta sveitarfélög gjöld fyrir veitta þjónustu skv. gjaldskrá, s.s. leikskólagjöld, holræsagjöld, vatnsgjald, o.fl., allt eftir því sem lög og reglugerðir mæla fyrir um. Áskilið er að álögð þjónustugjöld séu ekki hærri en raunkostnaður við veitingu viðkomandi þjónustu. Ennfremur hafa sveitarfélög tekjur af eignum sínum, eigin fyrirtækjum og stofnunum sem rekin eru í almannaþágu. Þá innheimta sveitarfélög leigutekjur af lóðum sem þau eiga og hafa úthlutað undir byggingar. Sum sveitarfélög hafa tekjur af sölu byggingaréttar eða viðlíka leyfum til bygginga.
- Útsvar:
- Útsvar er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga. Það er dregið af launum launþega ásamt tekjuskatti ríkisins. Útsvarsprósentan getur verið mismunandi frá einu sveitarfélagi til annars. Samkvæmt tekjustofnalögum getur útsvarsprósentan hæst verið 14,74% en lægst 12,44%.
- Útsvar:
- Fasteignaskattar:
- Fasteignaskattur er annar stærsti tekjustofn sveitarfélaga og er lagður árlega á flestar fasteignir í landinu. Áætlaðir fasteignaskattar af ferðaþjónustu byggja á sérkeyrslu sem Samtök ferðaþjónustunnar óskuðu eftir frá Þjóðskrá. Þar eru fasteignir/matseiningar eftir notkunarkóða sóttar þ.e fasteignamat eigna sem metnar eru samkvæmt markaðsleiðréttu kostnaðarmati, summa húsmats og lóðarmats. Eftirfarandi notkunarkóða var miðað við: 551 – Kaffistofa, 553 – Matstaður, 556 – Veitingahús, 596 – Bjórstofa, 554 – Skemmtistaður, 557 – Samkomustaður, 583 – Bakarí, 586 – Félagsheimili, 588 – Golfskáli, 592 – Þjónustumiðstöð, 618 – Söluskáli, 624 – Samkomuhús, 552 – Gistihús, 578 – Hótel, 582 – Farfuglaheimili, 619 – Gistiheimili, 637 – Hótelíbúð. Athuga skal að ef fasteign/matseining er ekki skráð í framgreinda flokka af byggingarfulltrúa þá getur Þjóðskrá ekki skráð í einn ofangreindra flokka af byggingarfulltrúa. Hugsanlegar skekkjur eru því í gögnum Þjóðskrár. C-skattur er lagður á atvinnuhúsnæði og annað húsnæði sem hvorki fellur undir A- eða B-skatt og getur verið allt að 1,32% af fasteignamati, með heimild til hækkunar upp í 1,65%.
- Fasteignaskattar:
Gistinætur, nýting og framboð gistirýmis
- Gögn fengin frá Hagstofu Íslands :
- Skilgreining gistinátta er eftirfarandi hver gestur sem gistir er talinn hverja einustu nótt sem hann er á staðnum.
- Gistirými: Fjöldi herbergja og rúma sem standa til boða.
- Nýting gistirýmis: Hve stórt hlutfall gistirýmisins hefur verið nýtt með tilliti til framboðs á gistirými og fjölda daga í mánuðinum sem hver gististaður er starfandi.
- Sjá hlekk : https://hagstofa.is/talnaefni/atvinnuvegir/ferdathjonusta/gisting/
- Lýsigögn : https://hagstofa.is/media/50470/lysigogn_gistiskyrslur_is.pdf
Fjöldi fyrirtækja í ferðaþjónustu
- Gögn fengin frá Ferðamálastofu
- Fyrirtæki í gagnagrunni :
- Fyrirtæki sem uppfylla skilyrði ISAT-flokkunar um að tengjast ferðaþjónustu (fyrir utan ÍSAT flokkinn nuddstofur, sólbaðsstofur o.þ.h.) eru á félagsformi, skila skattframtali sínu á Íslandi, voru með meira en 5 m.kr. í veltu á árinu 2018 og ekki með útistandandi fjárnám.
- Credit Info, Ferðamálastofa :
- Í gagnagrunninum eru sem stendur 2021 ársreikningar tæplega tvö þúsund fyrirtækja sem uppfylla skilyrði ÍSAT-flokkunar um að tengjast ferðaþjónustu, eru á félagsformi og skila skattframtali sínu á Íslandi. Heildarfjöldi fyrirtækja í gagnagrunni Ferðamálastofu er um 2.500 en ekki eru öll fyrirtækin komin með 2021 ársreikninga í gagnagrunn Creditinfo, sem Ferðamálastofa nýtir sér, og sum hafa hætt starfsemi.
- Sjá hlekk : https://www.skatturinn.is/fyrirtaekjaskra/
- Sjá hlekk : https://www.maelabordferdathjonustunnar.is/is/hagstaerdir/rekstrargreining-1
Afkoma
Gögn fengin frá Ferðamálastofu: Rekstrargreining sem birt er á ári hverju og er byggð á fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði ISAT-flokkunar um að tengjast ferðaþjónustu, eru á félagsformi, skila skattframtali sínu á Íslandi, voru með meira en 5 milljónir króna í veltu á árinu 2018 og ekki með útistandandi fjárnám.
Lýsigögn Ferðamálastofu:
Eiginfjárhlutfall: Eiginfjárhlutfall er einfalt hlutfall á milli eiginfjár og heildareigna
Arðsemi eiginfjár: Nettóhagnaður í hlutfalli við heildareignir
EBITDA%: Hlutfall rekstrarhagnaðar fyrir afskriftir (e. EBITDA) af rekstrartekjum
EBIT%: Hlutfall rekstrarhagnaðar eftir afskriftir (e. EBIT) af rekstrartekjum
Hagnaður e. skatt,%: Hlutfall af rekstrartekjum
Sjá link: https://www.maelabordferdathjonustunnar.is/is/hagstaerdir/rekstrargreining-1
Skemmtiferðaskip
Fjöldi skemmtiferða er koma til bryggju viðkomandi hafna og sá farþegafjöldi sem þau bera til lands. Gögn fengin á vefsíðu Cruise Iceland. Hafa skal í huga tilkynningu Cruise Iceland varðandi gögnin sjálf: „Um margra ára skeið hefur verið haldið utan um fjölda farþega sem koma með skemmtiferðaskipum á þann hátt að hafnir hafa sent inn farþegafjölda þeirra skipa sem komið hafa í höfn. Út frá því hefur myndast talnagrunnur sem segir til um skipakomur og farþegafjölda allra hafna. Það liggur í hlutarins eðli að þegar skip hafa viðkomu á mörgum höfnum þá eru það sömu farþegarnir sem eru marg taldir. Áður var þetta ekki mikil skekkja en á undanförnum árum hefur það stór aukist að skipin sigli hringinn í kringum landið með viðkomu í allt að 10 höfnum á leiðinni. Þá er sami farþeginn marg talinn.“
Hópbifreiðar
Gögn fengin frá Samgöngustofu og Bílgreinasambandinu:
Fjöldi hópbifreiða, flokkur I (M2) og II (M3) og heildarfjöldi farþega. Skráning staðsetningar hópbifreiðanna er eftir búsetu umráðamanns. Það liggur í hlutarins eðli að hópbifreiðar eru notaðar til farþegaflutninga á landi og því mikilvægt að hafa þann fyrirvara í huga að þó bifreiðarnar séu staðsettar eftir búsetu umráðamanns ferðast þær um land allt.
- Sjá hlekk : https://bifreidatolur.samgongustofa.is/#tolfraedi
- Sjá hlekk : https://www.samgongustofa.is/media/eydublod/upplysingaskjol/SGSUS312.pdf
Flughreyfingar
Gögn fengin frá Isavia. Um er að ræða allar brottfarir og lendingar á Keflavíkur-, Reykjavíkur, Akureyrar og Egilstaðaflugvelli.
- Sjá hlekk: https://www.isavia.is/fyrirtaekid/um-isavia/utgefid-efni/flugtolur/flugtolur
Þekkt vandamál og vafaatriði
Stefna Hagstofu Íslands um hindrun rekjanleika
Í 10. gr. laga nr. 163/2007 um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð stendur: „Við birtingu og miðlun hagskýrslna skal svo sem frekast er unnt komið í veg fyrir að rekja megi upplýsingar til tilgreindra einstaklinga eða lögaðila. Þetta gildir ekki hafi hlutaðeigandi einstaklingur eða lögaðili samþykkt þess háttar birtingu eða ef um er að ræða opinberar upplýsingar sem ekki þurfa að fara leynt.“
Þetta veldur ýmsum óheppilegum skekkjum í birtingu gagna, m.a.
Ekki er hægt að greina sundur stærðir varðandi herbergjanýtingu á Vestfjörðum og á Vesturlandi heldur eru landshlutarnir flokkaðir saman í eina stærð
Gistináttatölur vantar fyrir fjölda sveitarfélaga þar sem þær eru flokkaðar saman vegna fæð gististaða í viðkomandi sveitarfélögum. Dæmi: Í gögnum um gistinætur á Norðurlandi eystra eru tölur um gistinætur í Fjallabyggð og Dalvík flokkaðar saman og nokkur sveitarfélög eru flokkuð saman í flokkinn “Eyjafjörður, annað”.
Í gögnum um lítil sveitarfélög þar sem launþegar í ferðaþjónustu eru fáir birtast tölur um atvinnutekjur í ferðaþjónustu en engar tölur um fjölda launþega í sveitarfélaginu. Dæmi: Fljótsdalshreppur.