Í mælaborðinu finnur þú ýmis gögn um umsvif ferðaþjónustu í nærsamfélaginu. Það eru meðal annars gögn um atvinnutekjur, skatttekjur sveitarfélaga, framboð og nýtingu gistirýmis og afkomu ferðaþjónustufyrirtækja eftir landshlutum.
Mælaborðið nýtist til dæmis opinberum aðilum, starfsfólki stjórnsýslu og stofnana, kjörnum fulltrúum á Alþingi og í sveitarstjórnum, sem og rekstraraðilum í ferðaþjónustu og fjárfestum, til að glöggva sig á umsvifum ferðaþjónustu í nærsamfélögum um landið allt.
Ferðaþjónusta hefur margvísleg áhrif á landshluta og sveitarfélög landsins, þau koma meðal annars fram í fjölbreyttari atvinnutækifærum og auknum lífsgæðum íbúa.
Í mælaborðinu má finna ýmis gögn um áhrif ferðaþjónustu á nærsamfélög hringinn í kringum landið, til dæmis í formi atvinnutekna íbúa og skatttekna sveitarfélaga. Vægi ferðaþjónustu er misjafnt eftir landshlutum og sveitarfélögum en ljóst er að atvinnugreinin er orðin traust stoð um allt land.
Mælaborð og gögn þar sem nálgast má upplýsingar um ferðaþjónustu er að finna á ýmsum stöðum, hjá opinberum- og einkaaðilum, innlendum og erlendum.
Ferðagögn halda saman yfirliti og upplýsingum um margar helstu gagnakeldur um ferðajónustu á einum stað.
Hvernig notar þú mælaborðið?
Smelltu á flipana efst í mælaborðinu til að sjá gögn fyrir allt landið eða staka landshluta
Íslandskortið sýnir gögn um landið sem heild þegar smellt er á flipana efst í mælaborðinu. Í hverjum flipa má svo velja að sjá gögn um hvern landshluta fyrir sig og samanburð milli landshluta.
Smelltu á sveitarfélagahnappinn til að sjá gögn um sveitarfélögin sem tilheyra völdum landshluta
Undir sveitarfélagahnappinum má velja að sjá gögn um stök sveitarfélög og skoða samanburð milli sveitarfélaga í viðkomandi landshluta. Veldu landshlutann sem þú vilt skoða úr fellilistanum til vinstri á Íslandskortinu.
Settu músina yfir gröf og gagnapunkta til að fá meiri upplýsingar og sjá samanburðargröf
Þegar músin er færð yfir gagnapunkta í gröfunum í mælaborðinu birtast útskýringar á viðkomandi gögnum eða samanburðargröf milli landshluta og sveitarfélaga í hverjum landshluta.
Gögnum um ferðaþjónustu er ábótavant á ýmsan hátt – verulegs átaks er þörf til að breyta því
Sums staðar í mælaborðinu muntu rekast á að gögn vantar. Ýmsar ástæður eru fyrir því, t.d. að gögnum er ekki safnað, þau ekki birt á aðgengilegan hátt eða að þau eru of ófullkomin til að hægt sé að birta þau og nýta. Mikilvægt er að gerð verði verulegt átak í gagnaöflun og birtingu gagna um ferðaþjónustu. Smelltu hér til að kynna þér heimildir og forsendur þeirra gagna sem eru birt í mælaborðinu og skýringar á því hvers vegna sum gögn vantar.
Ertu með ábendingu um hvernig má bæta mælaborðið? Sendu okkur línu á saf@saf.is
Mælaborðið er unnið í samstarfi við Expectus.